VÍKINGA BÚSTAÐUR
Bústaðurinn er hlýr og heimilislegur og fullbúinn öllu því sem þú þarft til þess að gera dvöl þína þægilega.
Hann samanstendur af fullbúnum eldhúskróki (með örbylgjuofni í stað ofns), nútímalegu íbúðarrými þar sem þú getur gengið út á verönd og notið náttúrunnar sem er umlokin bústaðnum. Stofan er með flatskjá, Harman Kardon hljóðkerfi með Bluetooth-tengingu, svo þú getur hlustað á eftirlætis tónlistina þína í hæsta gæðaflokki.
Einnig bjóðum við upp á grill fyrir sumar (eða vetur) grill, þvottavél og ókeypis Wi-Fi internet. Skálinn er með heitum potti sem er alger nauðsyn bæði á veturna og sumrin til þess að slaka á eftir langan dag meðan þú nýtur sólseturs eða stjarna í fallegu og hljóðlátu umhverfi.
Svefnherbergið er með þægilegu, tvíbreiðu rúmi fyrir tvo einstaklinga og með gestarúmi er hægt að rýma þrjá einstaklinga. Bústaðurinn er leigður út með uppbúnum rúmum, handklæði og rúmföt innifalið í verðinu og barnarúm er í boði sé þess óskað.
- Kotabyggð 16, 601 Akureyri
Hentar fyrir 2-3 fullorðna
- Lágmarksdvöl eru 2 nætur
- Frábært útsýni
- Frábær staðsetning – í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri
- Fullbúið eldhús, heitur pottur, hágæða hljómkerfi, nettenging, þvottavél, bílastæði, Netflix og verönd.